Alheimsblogg

Sagan er full af fólki sem af ótta, eða fáfræði, eða þörf fyrir völd, hefur eyðilagt ómetanlega þekkingu sem virkilega tilheyrir okkur öllum. Við megum ekki láta þetta gerast aftur. - Carl Sagan, Cosmos
Bloggarar
:: Stjörnufræðivefurinn
:: Sverrir frændi
:: Helgi frændi
:: Birna frænka
:: Arnar bróðir
:: Ormurinn
:: Gunni
:: Snæbjörninn
:: Atlinn
:: Birgir Baldursson
:: Óli Gneisti
:: Stefán Pálsson
:: Örvitinn
:: Tryggvi
:: Blaðamaðurinn
:: Hjalti
:: Bad Astronomer
:: Steinn Sigurðsson
:: Lalli
:: Skyldulesning
:: Íslensk skyldulesning
:: Vísindavefurinn
Aðrar færslur

sunnudagur, desember 18, 2005

- Tore Kong -
King Kong er góð mynd, kannski hálftíma of löng þó. Ég hef aldrei séð fyrri myndina, en langar það mjög mikið núna. Fólkið sem býr á eyðieyjunni er frekar spúki, hef aldrei séð neitt jafn sannfærandi eins og þar var á ferð. Maður sér augljóslega "splatter-myndaáhrifin" í myndinni. Ógeðsleg skordýr. Menn étnir og svo framvegis.

Alla vega myndin er góð og Kong er raunverulegur. Naomi Watts er mjög góð og ansi falleg sem Ann Darrow og Adrien Brody er bara góður leikari. Jack Black er líka ansi góður sem kvikmyndagerðarmaðurinn Carl Dunham, í fyrsta sinn sem mér finnst hann leika vel.
S�var Helgi 5:28 e.h. |
...
fimmtudagur, desember 15, 2005
- Auglýsingar -
Draslverslunin BT auglýsir of mikið fyrir jólin. Þeir virðast bæði geta haldið úti blaðaútgáfu og sjónvarpsstöð. Auglýsingarnar eru orðnar svo margar að þær eru óþolandi. Ég hvet fólk því til þess að beina viðskiptum sínum eitthvert annað. Annars selur BT ekki það vönduð tæki, fólk á alltaf eftir að átta sig.

Ég ber að öðru leyti litla virðingu fyrir þessu skítafyrirtæki, fyrirtæki sem auglýsir hluti sem eru ekki einu sinni til þegar maður ætlar sér að kaupa þá.

Fjandakornið, ég myndi ekki einu sinni fara á klósettið þar!
S�var Helgi 3:32 e.h. |
...
miðvikudagur, desember 14, 2005
- Hatur -
Omega er eini fjölmiðillinn á Íslandi sem sendir út einstaklega fordóma- og hatursfullan boðskap.

Samt eru þeir bara að röfla um boðskapinn sem stendur skírum stöfum í biblíunni.

Ég skil ekki trúað fólk að varpa ekki þessari gömlu draslskruddu eitthvert út í hafsauga og snúa sér að því að gera lífið á jörðinni betra, og gleyma einhverjum trúarkreddum.
S�var Helgi 4:44 e.h. |
...
- Hjátrú -
Það er merkilegt að það virðist alltaf vera vont veður þegar ég fæ nýjan búnað til stjörnuskoðunar. Þegar ég fékk sjónaukann minn liðu alveg tvær vikur þar til ég náði að prófa hann fyrst og þá var ekki einu sinni gott veður.

Nú bíð ég eftir að fá að prófa tvö 19mm Axiom-augngler fyrir tvísæinn með sjónaukanum og OIII þokusíu en það virðist ekkert ætla að létta til. Ég held barasta að ég hafi ekkert komist í stjörnuskoðun í desember!!!

Og það sökkar...
S�var Helgi 10:44 f.h. |
...
- Pirringur -
Femínistar eru farnir að fara verulega í taugarnar á mér. Þær gagnrýna allt og horfa greinilega allt öðrum augum en ég á hlutina. Mér finnst það auðvitað ekkert annað en ótrúlega heimskulegt að konur hafi ekki sama rétt og aðrir í einhverjum hlutum. En þetta rugl hjá þeim í kringum ungrú heim og auglýsingu Ölgerðarinnar veldur því að ég tek ekki lengur neitt mark á því bulli sem þær koma fram með. Málstaður þeirra hefur veikst gífurlega í mínum augum upp á síðkastið.
S�var Helgi 10:29 f.h. |
...
þriðjudagur, desember 13, 2005
- Kvörtun -
Gvuði sé lof fyrir Nova og PBS. Án þess hefði ég ekkert gáfulegt til að horfa á.

Samt eru sárafáir þættir frá þeim sýndir í íslensku sjónvarpi. Stöð 2 gleður okkur með drasli eins Most Haunted og Medium og Skjár einn með raunveruleikadrasli. Rúv fær prik fyrir að vera stundum með góða þætti á mánudögum (stundum missa þeir sig þó í dómsdagsspáaþáttum). Skjár einn fær líka prik fyrir að sýna Queer Eye for the Straight Guy! Stöð 2 fær ekkert prik fyrr en Meistarinn verður á dagskrá.

Hvar eru þættir eins og Penn & Teller: Bullshit! og Origins (frábærir þættir um stjörnulíffræði)?
S�var Helgi 5:59 e.h. |
...
- Lord of War -
Fór á þessa fínu mynd fyrir skömmu. Ármann Jakobsson rýnir í hana á Friðarvefnum. Mæli með að sem flestir lesi þá grein, en horfi kannski fyrst á myndina því í greininni er "spoiler".
S�var Helgi 12:51 e.h. |
...
mánudagur, desember 05, 2005
- Viðskiptavinur -
Skrapp í vinnuna í gær til að stilla upp sjónaukunum í búðinni. Gengur mjög vel að selja þá. Margir áhugasamir.

Helga Möller kom og keypti Solis ávaxtapressu. Hún virtist komin í hátíðarskap. Allt áreiðanlega hreint og fínt í stofunni hjá henni.
S�var Helgi 6:52 e.h. |
...
fimmtudagur, desember 01, 2005
- Desember -
Ég verð sennilega seint talinn jólabarn. Mér þykir desember nefnilega leiðinlegasti mánuður ársins ásamt maí. Af hverju þessir tveir? Jú í báðum mánuðum eru próf og ég hata próf.

Það er bara 2. desember og ég er þegar farinn að þrá það að janúar gangi í garð. Í desember gerir maður nefnilega ekkert annað en að læra fyrir próf og síðan vinna eins og brjálæðingur. Svo fær maður ekkert frí.

Og ég sem hélt að desember ætti að vera þessi þægilegi og skemmtilegi mánuður!
S�var Helgi 6:09 e.h. |
...
- Stjörnusjónaukar -
Þá höfum við loksins sett upp síðu um Celestron stjörnusjónauka á vefnum.

Mundu að velja rétt og velja Celestron stjörnusjónauka.
S�var Helgi 4:20 e.h. |
...
miðvikudagur, nóvember 30, 2005
- Á maður? -

Á maður að gefa sjálfum sér jólagjöf? Jólagjöf sem enginn annar en maður sjálfur gæti gert að veruleika? Ég er að spá í það. Draumajólagjöfin mín er ZenithStar Fluorite Doublet APO sem þýðir eiginlega lithreinn linsusjónauki, þ.e.a.s. það birtist ekki blár hjúpur af völdum litskekkju í kringum björt fyrirbæri eins og tunglið og reikistjörnurna. Þetta er frábær og gullfallegur sjónauki sem kostar ekki nema 70.000 kr.

Um jólin ætla ég nefnilega að vinna eins og brjálæðingur og eiga góðan pening eftir áramót. Þá ætla ég að fjárfesta í þessu yndislega tæki. Þetta verður sem sagt síðbundin jólagjöf frá sjálfum mér.

Ætli ég þurfi ekki líka að punga út 50.000 kalli í viðbót fyrir hornspeglum og öðrum aukahlutum.

Veit ekki en veit þó að þetta verður spennandi.

===

Fór á fund síðdegis á þriðjudaginn. Það lítur út fyrir að janúar verði spennandi mánuður.

===

Svo er bara málið að kaupa miða á tónleikana 7. janúar til styrkar náttúruvernd á Íslandi. Sigur Rós og Damien Rice á sömu tónleikum. Úff, það er næstum því eins og blautur draumur (Mischa Barton og Keira Knightley er samt meira eins og blautur draumur. Bara mjög ólíklegur blautur draumur.).

Alla vega, ég ætla að fara og vona að einhver komi líka sem ég þekki.

===

Helvítis prófin að byrja. Ég kann ekki rassgat í þessu...
S�var Helgi 5:12 e.h. |
...

This page is powered by Blogger. Isn't yours? Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com